top of page
Blackboard

Stefna félagsins

Áherslur félagsins:

Markmið Akureyri Festival er að viðhalda og byggja upp þau vörumerki sem falla undir félagið og aðlaga framboð og eftirspurn eins og kostur er til viðskiptavina á Eyjafjarðasvæðinu og til ferðamanna.

 

 

Viðskiptavinir:

Félagið reynir ávalt að tryggja góða hrávöru og að hún sé fengin frá byrgjum úr nærumhverfi eins og kostur er. Lögð er áhersla á  jákvæða upplifun viðskiptavina og góð samskipti starfsfólks við viðskiptavini.  Einnig að vörur, þjónusta, viðburðir, tilboðsdagar og breytingar á þjónustustigi séu kynntir/auglýstir með besta mögulega móti hverju sinni.

 

 

Starfsfólk: 

Starfsfólk fær ávalt faglega þjálfun og tíma til að aðlagast á öllum stöðum fyrirtækisins. Akureyri Festival tryggir öryggi starfsmanna með kennslu og upplýsingagjöf. Laun og réttindi starfsfólks félagsins eru bundinn kjarasamningum hverju sinni ásamt því að menntun og fyrri reynsla er ávalt tekinn til greina í ráðningasamningum. Jafnlaunastefna er hjá fyrirtækinu og skulu allir óháð kyni, kynhnegð, litarhætti, trúmálum eða lífsskoðunum hljóta sömu réttinda og virðingar.

 

 

Umhverfisstefna.

Innkaup og nýting á hrávöru skal ávalt vera í samræmi við sölu og eftirspurn hverju sinni til að halda matarsóun í lágmarki. Frárennsli veitingastaðana skulu vera án allra spilliefna fyrir andrúmsloft og hafið. Allar einingar félagsins sjá um að flokka rusl sem starfsmenn fara með í sorphirðustöðvar. Allar endurvinnsludósir og flöskur sem stafnast inn á stöðum er skilað í endurvinnslu og rennur ágóði til starfsmannafélags Akureyri Festival. Bílafloti starfseminar er í flestum tilvikum rafdrifnir eða tvinnbílar til að lágmarka mengunn.

 

Styrkir og kostanir.

Akureyri Festival styrkir hin ýmsu málefni á Norðurlandi eins og t.d. íþróttaviðburði, íþróttafélög, fjölmiðlun, viðburði, afreks íþróttafólk, styrktarsamtök, félagasamtök, áhrifavalda og fleira. Allar umsóknir eru metnar hverju sinni. Hægt er að senda umsókn um styrki á markadsdeild@akureyrifestival.is

A

bottom of page