top of page
Blackboard
logo_gult.png

Lemon er staðurinn fyrir þá sem eru að huga að heilsunni og vilja holla og góða næringu sem fær bragðlaukana til að dansa. Samlokurnar og djúsarnir hafa verið okkar aðalsmerki en einnig er hægt að fá smoothie og fleira á staðnum. Lemon er fyrir löngu orðið rótgróið vörumerki og hefur verið vinnsæll kostur Akureyringa síðan það var opnað á Glerárgötu 2017. Lemon flutti starfsemi sína í miðjubás Kvikkí Salat í byrjun árs 2023 að Tryggvabraut 22.

Opið alla daga frá kl. 11:00 - 16:00 

 

 

Öll logo-02.png

Hamborgarafabrikkan er annað vinnsælt vörumerki sem hefur verið til húsa á jarðhæð Hótel KEA í miðbæ Akureyrar síðan 2013. Aðal einkenni Fabrikkunar eru kassalagaðir hamborgarar og aðrir frumlegir réttir. Stemmningin er að njóta ljúfengra máltíða með sínum nánustu í takt við íslenska dægurtónlist. Fabrikkan bíður einnig "take away" og veisluþjónustu. Staðurinn er einn vinnsælasti viðkomustaður ferðamanna samkvæmt samantekt leitarvéla á netinu og hefur getið sér gott orðspor.

Opið mán. - fim. kl. 17:00 -21:00

& fös. & lau. kl. 17:00 - 22:00

 

Öll logo-03.png

Viðbót við Hamborgarafabrikkuna leit dagsins ljós í des. 2020 þegar Blackbox Pizza tók yfir helmingin af staðnum og stækkaði vöruúrvalið. Akureyringar hafa tekið Blackbox súrdeigspizzunum vel og er því frábær viðbót við hamborgara og aðra rétti Fabrikkunar á matseðli.  Hægt er að panta "take away" á heimasíðu Blackbox pizza.

 

Opið mán. - fim. kl. 17:00 -21:00

& fös. & lau. kl. 17:00 - 22:00

 

Öll logo-04.png

Kvikkí opnaði í okt. 2022 að Tryggvabraut 22. Kvikkí bíður fersk og gómsæt salöt fyrir alla aldurshópa. Hægt er að velja milli fjölda rétta af matseðli og setja saman sitt eigið salat með hráefnum sem eru í borði. 

Opið alla daga 11:00 - 16:00

  á

Öll logo-05.png

Skyr 600 bíður upp á skyrskálar & skyrboost. Staðurinn er staðsettur á fjölförnum stað inn á Glerártorgi nálægt suð-vestur inngangi byggingarinar. Það er fátt notalegra en að setjast niður með holla og góða skál í góðum vinnahópi eða eftir verslunarleiðangur. 

 

Opið mán. - fös. 10:00 -17:30 /

lau. 10:00 -16:30/ sun. 13:00 - 16:30

  á

Beyglan_vector_merki_-01.png

BEYGLAN er nýjasta viðbót Akureyri Festival og bíður upp á ristaðar beyglur, kaffi, sætabrauð og fleira. Staðurinn er staðsettur á fjölförnum stað inn á Glerártorgi nálægt suð-vestur inngangi byggingarinar á sama stað og SKYR 600. 

 

Opið mán. - fös. 10:00 -17:30 /

lau. 10:00 -16:30/ sun. 13:00 - 16:30

  á

bottom of page